fbpx

Þjónustuferlið

Við leggjum mikið upp úr því að þjónustan sé auðveld í notkun og eins áreynslulaus og mögulegt er. Síminn okkar 854-2000 er opinn allan sólarhringinn og þú getur hringt hvenær sem er ef þú ert með spurningar eða ef þú þarft að ná á okkur.

Við hittum þig upp við Leifsstöð og tökum við bílnum og lyklunum á meðan þú gengur beint inn. Við tökum niður pantanir hér á heimasíðunni og höfum því skrá um hvenær þú áætlar að mæta.

Um það bil 30-45 mínútum áður en þú mætir sendum við þér SMS sem þú getur svarað ef breyting verður á komutíma upp í Leifsstöð. Lítið mál er að verða við breytingum þar sem auðvelt er að láta vita ef þú verður fyrr eða seinna á ferðinni.

Við hittum þig á svokölluðu drop-off svæði, sem er lengjan sem þú myndir staldra við í, skyldir þú vera að skutla einhverjum í flug. Þar verður starfsmaður frá okkur sem tekur á móti þér, og þú gengur beint inn. Við leggjum síðan bílnum á bílastæði okkar við Ásbrú.

Við heimkomu færðu SMS frá okkur fyrir lendingu sem býður þig velkomin/n heim og biður þig jafnframt um að láta okkur vita af því þegar þú ert lent/ur. Í framhaldi af því undirbúum við bílinn og biðjum þig um að láta okkur vita þegar þú ert komin/n með töskurnar í hendurnar. Þegar þú ert komin/n með töskurnar í hendurnar þá mætum við þér með lykilinn og bílinn við útganginn þar sem þú kemur út úr tollinum. Til þess að tryggja lágmarks biðtíma og sem bestu þjónustu þá eru bílar viðskiptavina keyrðir inn á skammtímasvæði ISAVIA rétt eftir lendingu og við það myndast í einhverjum tilfellum 500kr gjald sem greiðist til ISAVIA.

Bókaðu hérna!