fbpx

Umhverfisstefna

Umhverfisstefna Base Parking

BaseParking áttar sig á ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu þar sem viðskiptavinir okkar ferðast oft og mikið. Við leggjum metnað í að leita leiða til að lágmarka neikvæð áhrif fyrirtækisins á umhverfið.

Base Parking sýnir samfélagslega ábyrgð í verki og vill þar vera leiðandi á markaði og vera góð fyrirmynd fyrir önnur ferðaþjónustutengt fyrirtæki.

BaseParking er mjög stolt af samstarfi sínu við Votlendissjóð um endurheimt votlendis. Með samstarfinu gefst viðskiptavinum kostur á að kolefnisjafna ferðalagið sitt og minnka þar með kolefnisspor sitt.

Markmið

  • Haga störfum BaseParking á þann hátt að það lágmarki neikvæð umhverfisáhrif
  • Bjóða viðskiptavinum upp á grænan valkost í ferðalögum sínum
  • Efla umhverfisvitund starfsmanna og viðskiptavina
  • Bjóða upp á rafhleðslu á rafgmagnsbílum án endurgjalds til þess að ýta undir notkun umhverfisvænni bíla

Ábyrgð

Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd umhverfisstefnu fyrirtækisins. Allir starfsmenn framfylgir umhverfisstefnunni og hefur hana að leiðarljósi í starfi sínu.