fbpx

Algengar Spurningar og svör

Ég veit ekki nákvæmlega hvenær ég kem upp í Leifsstöð, hvað geri ég þá?

Þú bókar inn þá tímasetningu sem þú telur að sé rétt. Þegar það eru um 10-15 mínútur í að þú sért komin þá er gott að hringja í 8542000 og láta vita af sér.

Hvernig virkar þjónustan?

Þú keyrir upp að Leifsstöð þar sem starfsmaður í einkennisklæðnaði tekur við bílnum. Síðan hittum við þig aftur með bílinn og lyklana í komusalnum þegar þú lendir. Fyrir frekari upplýsingar um þjónustuferlið smelltu hér

Ég kem með bílinn en annar sækir hann, hvernig panta ég það?

Það er mjög algengt hjá okkur að það sé mismunandi aðili sem skilar bílnum og sækir hann. Besta leiðin til að panta það er að skrá tvö nöfn  og tvö símanúmer. Dæmi um þetta væri Jón(út) / Gunna(heim) – Símanúmer(út) / Símanúmer(heim).

Get ég treyst því að þið verðið á staðnum þegar ég kem upp í Leifsstöð?

Við erum með vakt allan sólarhringinn og erum með mjög skipulagt yfirlit yfir tímasetningar viðskiptavina, bíla og flugnúmer. Þú getur treyst því að við erum allan sólarhringinn bæði að taka við bílum og afhenda þá. Ef það verður breyting á ásettum tíma hjá þér mælum við með því að hringja í 854-2000 á leiðinni upp í Leifsstöð og láta vita af þeirri breytingu.

Hversu lengi þarf ég að bíða eftir bílnum þegar ég lendi?

Oftast er bíllinn kominn á undan þér. Ef það kemur til þess að viðskiptavinir þurfa að bíða þá er það að jafnaði 2 mínútur. Til þess að sjá til þess að allt standist þá biðjum við viðskiptavini að athuga hvort upplýsingar um heimkomu séu réttar sem og að láta okkur vita í tölvupósti ef breytingar verða á heimkomuflugi. Til þess að tryggja hátt þjónustustig og að bíllinn bíði eftir þér þá er bílnum ekið inn á skammtímastæði flugvallarins stuttu eftir lendingu, við það getur myndast 500kr gjald sem er greitt til ISAVIA við hliðin.

Ég er að fara erlendis á morgun / í dag. Get ég pantað þrátt fyrir það?

Við tökum á móti þér þótt fyrirvarinn sé lítill. Byrjaðu alltaf á því að fylla út formið á pöntunarsíðunni svo við fáum upplýsingar um heimkomu. Ef þú ert að koma í dag þá endilega hringdu í 854-2000 og tilkynntu starfsmanni um hvenær þú áætlar að koma til Keflavíkur, hann tekur á móti þér með bros á vör.

Hvernig er ábyrgðamálum háttað?

Bílar njóta töluverðs öryggis þar sem lágmarkshætta er á tjóni inn á bílaplaninu okkar. Engar kerrur eru þar til staðar og engir viðskiptavinir í flýting til þess að reka hurð í næsta bíl. Ef sannanlegt tjón verð á bíl meðan bíllinn er undir stjórn starfsmanns Base Parking þá greiðir Base Parking því sem nemur sjálfsábyrgð á kaskó tryggingu bílsins.

Ég þarf að afpanta og á rétt á endurgreiðslu samkvæmt skilmálum, hvað geri ég?

Ef þú telur þig eiga rétt á endurgreiðslu þá skaltu senda tölvupóst á netfangið endurgreidslur@baseparking.is Endurgreiðslur eru yfirleitt afgreiddar á 5-7 virkum dögum.

Mig vantar nótu fyrir bókhaldið hjá mér, hvernig fæ ég hana frá ykkur?

Þú sendir tölvupóst á kvittanir@baseparking.is, það sem þarf að koma fram er bókunarnúmer, nafn og kennitala á reikning. Við gefum út reikninga bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Einnig erum við í reikningsviðskiptum við mörg fyrirtæki þar sem reikningar eru sendir sjálfkrafa fyrir veittri þjónustu.

Hvar hitti ég ykkur þegar ég kem heim úr ferðalaginu? 

Við hittum þig við útganginn á komusalnum. Þú labbar í gegnum tollinn og beint út og sérð okkur þar. Bíllinn bíður svo beint fyrir utan.

Ég er með rafmagnsbíl, er hægt að fá bílinn fullhlaðinn við heimkomu?

Við getum hlaðið bílinn fyrir þig og við reynum alltaf okkar besta til að hafa bílinn fullhlaðinn þegar þú kemur heim. Það þarf að láta vita áður til að tryggja að hleðslan sé framkvæmd.

Spurningar varðandi bón & aukaþjónustu

Hver bónar bílana fyrir ykkur?

Við rekum okkar eigin bónstöð til þess að hámarka gæði og til þess að geta boðið upp á jafn flott þrif til allra viðskiptavina. Ef álag yfir ákveðna daga er það mikið að við náum ekki að þjónusta alla bíla þá kaupum við bónþjónustu af handvöldum bónstöðvum á Keflavíkursvæðinu sem samsvara okkar gæðakröfum.

Hver sér um að skoða bílana fyrir ykkur?

Við erum með samning við Frumherja sem sér um að skoða bílinn. Starfsmaður okkar keyrir bílinn á skoðunarstöð Frumherja í Keflavík.

Hver sér um að skipta um olíu á bílunum fyrir ykkur?

BaseParking er með þjónustusamning við Olís sem sér um olíuskiptin fyrir okkur.