fbpx

Votlendissjóður

BaseParking hefur um árabil verið í samstarfi við Votlendissjóð um endurheimt votlendis. Með þessu samstarfi býður BaseParking viðskiptavinum sínum upp á að kolefnisjafna ferðalagið sitt og leggja sitt af mörkum í baráttunni við hlýnun jarðar.

Hér að neðan má lesa um Votlendissjóð – www.votlendi.is

  •  Einn hektari af framræstu votlendi losar um það bil 20 tonn af gróðurhúsalofttegundunum á ári. Einn hektari er á stærð við fótboltavöll!  Til samanburðar má nefna að nýr lítill fólksbíll losar um það bil 2 tonn á ári.
  • 2/3 losunar gróðurhúsalofttegunda Íslands kemur frá framræstu votlendi.
  • Á Íslandi eru um það bil 34.000 kílómetrar af skurðum sem hafa verið grafnir sem samsvarar rúmlega 25 hringum í kringum landið.
  • Í dag eru innan við 20% af framræstu landi nýtt til ræktunar í landbúnaði.

Það má því vera öllum ljóst að einhver besta og hraðskreiðasta leiðin til að minnka losun á gróðurhúsalofttegundum á Íslandi um tugi prósenta er endurheimt votlendis.

Votlendissjóðurinn hefur það hlutverk að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis og vera milliliður milli þeirra sem eiga framræst land og vilja endurheimta það og þeirra sem vilja leggja til fjármagn eða vinnu til að láta endurheimta votlendi. Verndari Votlendissjóðsins er Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson.