fbpx

Stöndum saman

Nú þegar eftirspurn eftir þjónustu okkar fór skyndilega niður þá höfum við ákveðið að nýta mannauðinn okkar til styðja við samfélagið. Við ætlum að nýta krafta BaseParking í að aðstoða þá sem þurfa á því að halda. Við höfum því boðið krafta okkar til ýmissa samtaka á suðurnesjum, meðal annars fyrir matarúthlutanir. Einnig verðum við til taks fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda og getum sótt matvörur eða aðrar nauðsynjar fyrir öryrkja og eldri borgara. Við munum fara í gegnum þetta tímabundna ástand saman. Þegar því lýkur verðum við aftur tilbúin til að taka á móti ykkur í komandi utanlandsferðum.

Við þurfum öll að standa saman og passa upp á hvort annað í þessu ástandi.

 

Ef þú vilt að við sækjum matvörur eða annað fyrir þig þá er best að hringja í 8542000 eða senda tölvupóst á baseparking@baseparking.is